Heilsa ehf. hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, stöðvað sölu og innkallað frá neytendum sælgæti frá Nudie Snacks; Protein Balls - Salted Caramel Brownie.
Ástæða innköllunar er að varan inniheldur mjólk sem ekki er getið um í listanum yfir innihaldsefnin.
Vegna þess að mjólk er ekki tilgreind í listanum yfir innihaldsefnin er neysla á vörunni ekki örugg fyrir þá einstaklinga sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir mjólk og mjólkurafurðum.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Nudie Snacks
Vöruheiti: Protein Balls - Salted Caramel Brownie
Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 31/01/2021
Strikamerki: 5060280600708
Nettómagn: 42 g
Geymsluskilyrði: Á ekki við
Framleiðandi: Buchanan Dist. Ltd. / Nudie
Framleiðsluland: Bretland
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru er Heilsa ehf., Bæjarflöt 1-3, 112 Reykjavík. heilsa[hja]heilsa.is
Dreifing:
Verslanir Lyfju um land allt. Heilsuhúsið Kringlunni og Lágmúla. Fjarðarkaup.
Leiðbeiningar til neytenda:
Viðskiptavinir sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir mjólk og mjólkurafurðum eru beðnir um að neyta vörunnar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í verslunum Lyfju og Heilsuhúsanna.
Nánari upplýsingar um innköllun:
Nánari upplýsingar um innköllunina fást hjá vörusviði Heilsu og Lyfju á netfanginu dagny[hja]lyfja.is eða í síma 620 9464.