Alls verða endurnýjaðir tveir kílómetrar af gangstéttum og öðrum gönguleiðum í eldri hverfum í ár fyrir samtals 200 milljónir króna. Verkefnin eru að hluta unnin í samstarfi við Veitur vegna endurnýjunar á lagnakerfum.
Um er að ræða verkefni á eftirfarandi stöðum:
Barðavogur 1-21, Eyrarland að austan milli Bjarmalands og Brúnalands, Kaplaskjólsvegur milli Hagamels og Víðimels, Skógarsel milli Stokkasels og Skagasels, Stigahlíð að vestan frá Hamrahlíð, Egilsgata norðan milli Snorrabrautar og Barónsstígs, Leifsgata milli Þorfinnsgötu og Barónsstígs, Barónsstígur milli Eiríksgötu og Leifsgötu, Vífilsgata milli Snorrabrautar og Gunnarsbrautar.
Þá verður lokið við verkefni við Suðurgötu að austan milli Hringbrautar og Sturlugötu og malbikaðan stíg í Elliðaárdal við Heimahvamm og malbikaðan stíg við Völvufell/Unufell.
Gönguleiðir meðfram götum eru steyptar eða hellulagðar. Í göngu- og hjólastíga er notað endurunnið malbik í samræmi við markmið Reykjavíkurborgar.