Umsóknarfrestur rann út 4. maí sl. um stöðu leikskólastjóra í Hraunborg í Breiðholti.
Skólinn tók til starfa haustið 1984. Hann stendur við Hraunberg í Efra- Breiðholti í jaðri Elliðaárdals. Leikskólinn er þriggja deilda og þar dvelja 65 börn samtímis.
Fimm umsækjendur voru um stöðuna;
- Hjörtur Harðarson
- Jasmín Guðrún Hafþórsdóttir
- Mjöll Helgadóttir Thoroddsen
- Selma María Jónsdóttir
- Sigríður Fanney Pálsdóttir
Ráðið verður í stöðuna frá 1. júlí næstkomandi.