Ekki æskilegt að unglingar hópist saman

Covid-19 Skóli og frístund

""

Almannavarnir höfuðborgarsvæðisins hvetja foreldra, kennara og aðra sem starfa með unglingum að halda vöku sinni og sporna gegn hópamyndun unglinga að kvöldlagi. 

Í tilkynningu segir að borið hafi á því að unglingahópar séu á leiksvæðum að kvöldlagi og sé ástæðan líklega gott veður og þær jákvæðu fréttir sem hafa verið að berast af þróun mála í baráttunni gegn Covid19. Það sé aftur á móti mjög mikilvægt að sofna ekki á verðinum og sporna gegn hópamyndun til að framfylgja smitvörnum. 

Við erum öll almannavarnir!