Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur leitar nú að rangtengingum í fráveitukerfi Reykjavíkur í Höfðahverfinu. Í dag og næstu daga má því búast við að skærgrænn litur geti komið fram í Grafarvogi en ástæðulaust er að láta sér bregða við þessa sjón.
Efnið sem Heilbrigðiseftirlitið notar við leitina og veldur þessum litbrigðum er svokallað „fluorescein sodium salt" sem er skaðlaust fyrir umhverfið og eyðist í náttúrunni á innan við sólarhring.