Bakhjarlar eru reynslumikið fræðifólk og kennarar af Menntavísindasviði HÍ og öðrum fræðasviðum skólans, Háskólanum á Akureyri og Heimili og skóla sem veita ráðgjöf og stuðning á erfiðum tímum.
Bakhjarlar eiga það sameiginlegt að vilja láta gott af sér leiða með ráðgjöf og stuðningi í þeim óvenjulegu aðstæðum sem nú eru uppi í samfélaginu. Starfsfólk skóla- og frístundastofnana, sveitarfélög og stjórnvöld geta óskað eftir ráðgjöf og stuðningi bakhjarla við margháttuð verkefni, þróun lausna í skóla- og frístundastarfi, endurskipulag kennslu og margt fleira.!
Foreldrar og fjölskyldur eru jafnframt hvattar til að nýta sér yfirlit yfir hagnýta tengla sem og hollráð bakhjarla - en á vefsvæði þeirra eru meðal annars ráðleggingar um hvernig tala má við börn um Covid-19.
Sjá vef Bakhjarla
Þá má senda inn fyrirspurnir
Við erum öll í sama liði!