Morgunverðarfundur Náum áttum fjallar að þessu sinni um jafnvægi í snjalltækjanotkun barna. Fundurinn er haldinn miðvikudaginn 20. mars frá 8.15-10.00.
Fundurinn er að venju á Grand hóteli. Öll velkomin og morgunhressing er innifalin í verði.
Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari, talar um snjalla nemendur.
Grunnur að góðri byrjun heitir erindi Bryndísar Jónsdóttur, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla, um ung börn og snjalltæki.
Að lokum fjallar Sólveig Karlsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis, um skjáviðmið.
Fundarstjóri er að þessu sinni Stella Hallsdóttir
Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Skráningar eru á heimasíðunni naumattum.is. Þátttökugjald er 3.000 krónur en innifalið í því er morgunverður.