Vetrarhátíð verður haldin dagana 7. – 10. febrúar nk. Hátíðin er nú haldin í 18. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.
Megintilgangur Vetrarhátíðar er að skemmta fólki á höfuðborgarsvæðinu og gefa því tækifæri til að njóta menningar, lista, íþrótta og útiveru í eigin sveitarfélagi og/eða heimsækja nágranna sína.
Setning Vetrarhátíðar 2019 fer að þessu sinni fram við Hallgrímskirkju þann 7. febrúar klukkan 19.45. Opnunaratriðið er ljósainnsetningin Passage eftir listamannahópinn Nocturnal frá Nýja Sjálandi sem er unnin í samvinnu við List í ljósi. Verkinu verður varpað á Hallgrímskirkjuturn. Unnið er með íslenska arfleið og mun verkið vekja turninn til lífsins með mynd og hljóði. Verkið verður til sýnis öll kvöld á hátíðinni frá kl. 19.00 - 23.00
Að setningu lokinni munu víkingar ganga fylktu liði að Listasafni Reykjavíkur þar sem þeir bjóða upp á sýningu um arfleifð víkinga.
Nýjung á dagskrá Vetrarhátíðar er Ljósagangan, en það er gönguleið um ljóslistaverkin á Vetrarhátíð í miðborg Reykjavíkur. Alls eru ljóslistaverkin í ár sex talsins að meðtöldu verkinu á Hallgrímskirkju.
Hörputorg: Museum of Moon er listaverk eftir breska listamanninn Luke Jerram. Listaverkið sem er sjö metrar í þvermál, er uppblásið tungl með nákvæmum háskerpumyndum frá NASA af yfirborði tunglsins. Inni í tunglinu er ljósabúnaður og mun það lýsa Hörpu upp að innan með fallegu tunglsljósi á kvöldi.
Ljóshjúpur Hörpu: Ljósin í glerhjúpi Hörpu mynda í sameiningu risavaxinn skjá með mjög lágri upplausn. Á hjúpnum verða til sýnis gagnvirk verk, tölvuleikir og myndbönd frá fjöl mörgum löndum. Vegfarendur eru hvattir til að kíkja við í strætó sem lagt verður við Höpu með útsýni yfir hjúpinn. Þar má hafa áhrif á skjáinn. Tinymassive.io hefur umsjón með verkinu.
Listasafn Reykjavíkur: Second Litany er verk eftir listamannin Bopris Vitazek sem er frá Bratislava í Slóvakíu. Verk hans Second Litany er unnið í samvinnu við Zuzana Sabova og er unnið með kortlagðri vörpun og sterkri þrívídd og tónlist. Verkið er unnið í samvinnu við ljóahátíðina List í ljósi.
Ráðhús Reykjavíkur: ALDA er verk eftir íslensku myndlistarkonuna og tónskáldið Doddu Maggý. Um er að ræða videó- og tónlistarverk innblásið af sameiginlegum goðsögnum hafsins meðal breskra og íslenskra sjómanna á árum áður. ALDA var unnið í samstarfi við Curated Place og NATUR verkefnið ásamt Háskólanum í Hull og Absolutely Cultured.
Listasafn Íslands: DE:LUX er verk sem unnið er af hópi íslenskra og norskra listamanna sem koma saman í Listasafni Íslands og vinna nýtt verk á 48 tímum, innblásið af sögu og arkitektúr safnsins. Samspil ljósa og tónlistar verður í fyrirrúmi þegar verkinu verður varparð á framhlið þessarar sögufrægu byggingar. Einkofi Productions og Factory Light Festival í Noregi vinna ljósa- og tónlistarverkið sem styrkt er af Nordisk Kulturfond, Art Council Norway og Evrópsku menningaráætluninni.
Tilvalið að fara í Ljósagönguna á Vetrarhátið 2019 með fjölskyldu eða vinum. Sjón er sögu ríkari.
Gleðilega hátíð!