Sæktu um styrk í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar

Skipulagsmál Menning og listir

Yfirlitsmynd af grónu hverfi í Reykjavík

Langar þig að fegra hverfið þitt, efla mannlíf eða auka öryggi þess?

Nú er hægt að sækja um styrk úr Hverfissjóði Reykjavíkurborgar allt árið um kring!

Tilgangur sjóðsins er að styðja við verkefni sem að stuðla að eftirtöldum þáttum í hverfum borgarinnar:

Eflingu félagsauðs, samstöðu og samvinnu íbúa

Fegrun hverfa

Auknu öryggi

Auðgun mannlífs

Sjóðurinn skal styrkja hverfisbundin félagasamtök, íbúa og aðra þá sem vilja leggja sitt af mörkum og standa fyrir hverfistengdum verkefnum og/eða viðburðum með framangreind markmið til hliðsjónar. Hægt er að sækja um styrki til verkefna í einu eða fleiri hverfum. Sjá nánar hvernig hverfin skiptast hér.

Heildarfjárhæð styrkja fyrir árið 2019 er kr. 20.000.000 sem skiptist á milli 10 hverfa borgarinnar.

Ákvörðun um úthlutun úr Hverfissjóði Reykjavíkurborgar er tekin af íbúaráðum Reykjavíkurborgar. Mannréttinda - og lýðræðisskrifstofa annast úthlutun þar til íbúaráðin taka til starfa að nýju. 

Áður en sótt er um er mikilvægt er að kynna sér úthlutunarreglur Hverfissjóðs sem og reglur Reykjavíkurborgar um styrki. Hægt er að sækja um styrki úr sjóðnum allt árið um kring. Einungis eru teknar til greina umsóknir sem uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um.

Nánar um Hverfissjóð og umsókni