Jólalestin hefur verið árviss viðburður og kemur nú til byggða í 24. sinn þann 7. desember. Lítilsháttar breytingar hafa verið gerðar á leiðavali Coca-Cola lestarinnar í ár frá fyrra ári, en hún fer ekki niður Laugaveginn.
Leiðin í ár er frá Stuðlahálsi kl. 16:00 með fyrsta áfangastað í Spönginni kl. 16:30, síðan niður Ártúnsbrekku og um hverfi borgarinnar með viðkomu á Hlemmi kl. 17:30. Við Hörpu býður Coca-Cola upp á sérstaka jóladagskrá milli kl. 17 – 18. Jólalestin fer þar hjá áður en haldið er vestur í bæ.