Innköllun á Hummus, Carrots & Dill og Hummus, Beetroot & Pistachios vegna ómerkts ofnæmisvalds.
Esjufell ehf. hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað vörurnar Hummus, Carrots & Dill og Hummus, Beetroot & Pistachios vegna þess að sesamfræ, sem er ofnæmisvaldur, er ekki merktur í innihaldslýsingum varanna.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Nicolas Vahé
Vöruheiti: Hummus, Beetroot & Pistachios
Strikanúmer: 5707644511330
Nettómagn: 130 g.
Lotunúmer:
Best fyrir: 6.3.2019, 14.5.2019 og 18.5.2019
Framleiðsluland: Danmörk.
Innflytjandi: Esjufell ehf.
Dreifing: Fakó, Salt, Garðheimar, Hjá Jóa Fel, Mosfellsbakarí og Fiskkompaní Akureyri.
Vörumerki: Nicolas Vahé
Vöruheiti: Hummus, Carrots & Dill
Strikanúmer: 5707644514881
Nettómagn: 130 g.
Lotunúmer:
Best fyrir: 6.3.2019, 14.5.2019 og 23.5.2019
Framleiðsluland: Danmörk.
Innflytjandi: Esjufell ehf.
Dreifing: Fakó, Salt, Garðheimar, Hjá Jóa Fel, Mosfellsbakarí og Fiskkompaní Akureyri.
Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt.
Nánari upplýsingar má nálgast hjá Esjufell, s. 5520709 eða esjufell@esjufell.is