Hitavatnslaust eða lágur þrýstingur á heitu vatni mánudaginn 11. nóvember 2019
Heilbrigðiseftirlit
Tilkynning frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur
Hitavatnslaust eða lágur þrýstingur á heitu vatni mánudaginn 11. nóvember 2019
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill vekja athygli á eftirfarandi:
Í dag, þann 11. nóvember, verður lágur þrýstingur eða hitavatnslaust í Laugardal og Vogahverfi, sjá nánar hér:
Heilbrigðisþjónustu, m.a. hjúkrunarheimilum á svæðinu er bent á að hafa eftirfarandi í huga:
Hiti á húsum: Húsnæði sem hitað er með miðstöðvarofnum mun kólna en til þess að draga úr kólnun skal gæta þess að hafa útidyr og glugga ekki opna að óþörfu. Heimilisfólk gæti þurft að klæða sig hlýlegar en venjulega þennan dag. Telji forstöðumenn húsnæði of kalt gæti þurft að grípa til frekari ráðstafana s.s. notkun rafmagnsofna, útvega teppi eða annan búnað til að halda hita á þeim sem þess þurfa með. Upplýsa þarf heimilismenn og aðstandendur þar sem það á við að þjónusta geti mögulega verið skert þennan dag ef skortur verður á heitu vatni s.s. til baða eða húsnæði kólnar mikið.
Hreinlæti: Ef heitt vatn vantar til handþvotta getur þurft að hita vatn til notkunar, á það sérstaklega við þar sem hætta er á krosssmiti eða verið er að meðhölda fólk með sýkingar þar sem rjúfa þarf smitleiðir. Annars staðar ætti ekki að þurfa sérstakar ráðstafanir þó vatn sem notað er til handþvotta sé ekki jafn heitt og venjulega. Einnig er bent á að hafa sótthreinsigel eða sótthreinsiþurrkur í boði þar sem það á við. Takmarka gæti þurft böðun íbúa á hjúkrunarheimilum. Að öðrum kosti þarf að hita upp vatn til baða.
Hluti af matvælaöryggi er handþvottur starfsmanna sem meðhöndla óvarin matvæli. Sé ekki hægt að tryggja matvælaöryggi getur þurft að grípa til annara ráðstafana, t.d. fá tilbúinn mat annars staðar frá.
Öryggi: gæta þarf að því að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana svo slys verði ekki þegar þrýstingur kemst aftur á kerfið, bæði til að koma í veg fyrir slys á fólki og skemmdir á húsnæði.
Þjónusta fyrir börn á svæðinu, m.a. skólum og leikskólum er bent á að hafa eftirfarandi í huga:
Hiti á húsum: Húsnæði sem hitað er með miðstöðvarofnum mun kólna en til þess að draga úr kólnun skal gæta þess að hafa útidyr og glugga ekki opna að óþörfu. Biðja ætti forráðamenn barna að klæða þau hlýlega þennan dag. Telji forstöðumenn húsnæði of kalt gæti þurft að grípa til frekari ráðstafana s.s. notkun rafmagnsofna, útvega teppi eða annan búnað til að halda hita á þeim sem þess þurfa með. Upplýsa þarf forráðamenn barna um að þjónusta geti mögulega verið skert þennan dag ef t.d. húsnæði kólnar mikið.
Hreinlæti: Ef heitt vatn vantar til handþvotta getur þurft að hita vatn til notkunar, á það sérstaklega við þar sem rjúfa þarf smitleiðir ef hætta er á krosssmiti eða verið er að skipta á börnum. Annars staðar ætti ekki að þurfa sérstakar ráðstafanir þó vatn sem notað er til handþvotta sé ekki jafn heitt og venjulega. Einnig er bent á að hafa sótthreinsigel eða sótthreinsiþurrkur í boði þar sem það á við.
Hluti af matvælaöryggi er handþvottur starfsmanna sem meðhöndla óvarin matvæli. Sé ekki hægt að tryggja matvælaöryggi getur þurft að grípa til annara ráðstafana, t.d. fá tilbúinn mat annars staðar frá.
Öryggi: gæta þarf að því að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana svo slys verði ekki þegar þrýstingur kemst aftur á kerfið, bæði til að koma í veg fyrir slys á fólki og skemmdir á húsnæði.