Halldóra Káradóttir sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringasviðs

Stjórnsýsla Fjármál

""

Borgarráð hefur samþykkt að ráða Halldóru Káradóttur í starf sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar.

Halldóra var metin hæfust til þess að gegna stöðunni af ráðgefandi hæfnisnefnd sem skipuð var af borgarráði þann 7. mars 2019.

Halldóra Káradóttur er viðskiptafræðingur (Cand.Oecon) frá Háskóla Íslands og með M.Sc. gráðu í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla. Hún hefur starfað sem stjórnandi á fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar undanfarin 13 ár þar sem hún hefur gegnt stöðu deildarstjóra áætlunar- og greiningardeildar Reykjavíkurborgar auk þess sem hún hefur allan þann tíma verið staðgengill fjármálastjóra á skrifstofu sem telur nú yfir 90 starfsmenn. Í starfi sínu hefur Halldóra haft leiðandi hlutverk og fengið viðamikla reynslu af fjárhagsáætlanagerð.

Halldóra tekur við stöðu sviðstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs þann 1. júní næstkomandi  þegar nýtt skipurit Reykjavíkurborgar tekur gildi og nýtt fjármála- og áhættustýringarsvið tekur til starfa.

Starf sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs hjá Reykjavíkurborg var auglýst laust til umsóknar í byrjun mars 2019.

Ellefu umsóknir bárust. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka strax eftir að umsóknarfresti lauk og annar umsækjandi dró umsókn til baka áður en kom að viðtali.