Ellen Gísladóttir skólastjóri í Ártúnsskóla

Skóli og frístund

""

Ellen Gísladóttir tekur við stjórnartaumum í Ártúnsskóla um áramótin.

Ellen lauk B.Ed prófi frá KÍ árið 1995 og meistaranámi í stjórnun menntastofnana frá HÍ árið 2018. Ellen hefur starfað sem aðstoðarskólastjóri í Ártúnsskóla í níu ár, sem deildastjóri í tvö ár og sem umsjónarkennari í tólf ár.

Henni er óskað velfarnaðar í starfi í Ártúnsskóla sem er samrekinn leikskóli, grunnskóli og frístundaheimili.  

Fimm umsækjendur voru um stöðu skólastjóra í Ártúnsskóla, en umsóknarfrestur rann út 25. nóvember.