Nú í byrjun apríl verða breytingar á aðkomuleiðum að Landspítala við Hringbraut og vegur þar þyngst að ekki verður lengur hægt að aka um Gömlu-Hringbraut frá Snorrabraut.
Gert hefur verið greinargott útskýringarvídeó fyrir þá sem eiga erindi á spítalann.
- Vegna framkvæmda við aðalinngang spítalans er vakin athygli á inngangi Eiríksgötumegin.
- Aðkoma og inngangur að kvennadeildinni er sá sami. Akandi koma frá Barónsstíg.
- Aðkoma að K-byggingu og að rannsóknarstofum fyrir sýnamótttökur helst óbreytt að öðru leyti.
Bílastæði fyrir sjúklinga og aðstandendur í kringum spítalann hafa verið stækkuð.
Þá tekur aðkoma að Barnaspítalanum breytingum á næstunni. Fyrst um sinn verður aðkoma að Barnaspítalanum möguleg frá Eiríksgötu í gegnum bílastæði spítalans. Um miðjan apríl mun aðkoma að Barnaspítalanum breytast og verður frá Laufásvegi.