Laugardag 25. maí kl. 16.00 verða opnaðar sýningar á verkum myndlistarmannanna Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals og Sölva Helgasonar í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum.
Sýningarnar hverfast báðar um blóm og nefnast Get ekki teiknað bláklukku og Blómsturheimar. Eitt af varðveittum verkum Kjarvals er skissa af bláklukku þar sem hann krotaði þessi orð „Get ekki teiknað bláklukku“. Fjölskrúðugt blómaflúr er aðaleinkenni mynda Sölva Helgasonar. Í aðdraganda sýningarinnar barst þjóðinni gjöf frá Danmörku á 16 verkum eftir Sölva og verða þau sýnd í fyrsta skipti opinberlega á sýningunni.