Mads Mikkelsen fær heiðurslunda RIFF

Menning og listir

""

Danski leikarinn Mads Mikkelsen var heiðraður við hátíðlega athöfn í Höfða í dag þar sem hann fékk afhent heiðursverðlaun RIFF. Borgarstjóri og Margrét Örnólfsdóttir afhentu honum verðlaunagripinn. 

Danski leikarinn Mads Mikkelsen,  sem er heiðursgestur RIFF kvikmyndahátíðarinnar´í ár, fékk í dag heiðursverðlaun hátíðarinnar. Það voru Margrét Örnólfsdóttir, tónlistarmaður og rithöfundur og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem afhentu leikaranum heiðurs lundann við hátíðlega athöfn í Höfða nú síðdegis.

Við athöfnina voru einnig margir af heiðursgestum hátíðarinnar og fólk úr íslenska kvikmyndaiðnaðinum, m.a. úkraínski leikstjórinn Sergei Loznitza sem á opnunarmyndina Donbass, Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri og Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. Reykjavíkurborg er einn af styrktaraðilum hátíðarinnar.