Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar 2018

Umhverfi

""

Á hinum árlega loftslagsfundi Reykjavíkurborgar og Festu sem fram fer í Hörpu 29. nóvember verða veittar viðurkenningar vegna loftslagsmála.

Á annað hundrað íslenskra fyrirtækja hafa skrifað undir loftslagsyfirlýsingu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og úrgangs. Loftslagsfundurinn er vettvangur til að kynna nýjungar og hagnýtar aðferðir í loftslagsmálum. 

Frá kl. 8.30 - 10.00 verða stutt ávörp og fyrirlestrar og frá kl. 10-12 verður rýmið fyrir utan salinn nýtt fyrir markaðstorg um nýjungar sem tengjast loftslagsvinnu fyrirtækja, stofnana og frjálsra félagasamtaka. Reiknivélar, loftslagsvæn tæki, öpp, ný vottunarkerfi eru dæmi um þær nýjungar sem hafa litið dagsins ljós og eiga erindi í sýningarrýmið hvort sem er í sýningarbásum eða sem örerindi.



Mikilvægt er að skrá sig: https://goo.gl/zALdVr

Yfirskrift Loftslagsfundar í ár er nýsköpun og er tengt við heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna sem tengist enýsköpun og uppbygging.

Dagskrá

08.30  Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis-og auðlindaráðherra — ávarp ráðherra

08.40  Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri - ávarp borgarstjóra 

08.50  Mikilvægi nýsköpunar fyrir aðgerðir í loftslagsmálum - Hrönn Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Festu 

09.00  Loftslagsmál og Heimsmarkmiðin - Halldór Þorgeirsson, form. Loftslagsráðs stjórnvalda

09.15  Róið á repju - Hjalti Þór Vignisson, frkvstj. sölu og þróunar hjá Skinney-Þinganes

09.30  Handhafar loftslagsviðurkenninga 2017

09.45  Afhending loftslagsviðurkenninga 2018 - Líf Magneudóttir, formaður Umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar.

10.00 - 12.00  Markaðs- og samtalstorg

10-12: Samræðutorg um loftslagsmál - örfyrirlestrar og kynningar fyrirtækja og félagasamtaka

Viðburður á Facebook

Örkynningar frá fyrirtækjum og félagasamtökum

Komdu og kynntu áhugaverðar örkynningar frá félagasamtökum eða fyrirtækjum.

Básar/kynningar frá fyrirtækjum og þjónustuaðilum

Fyrirtæki, félagasamtök og þjónustuaðilar sem hafa skoðanir á loftslagsmálum kynna sín sjónarmið.

Ókeypis aðgangur inn fyrir áhugafólk um loftslagsmál á meðan húsrúm leyfir — en mikilvægt að skrá sig hér .

Kynningaraðilar hafi samband við framkvæmdastjóra Festu — erla@csriceland.is