Kafað með hvölum í Ráðhúsinu

Menning og listir

""

Sýning á ljósmyndum Jean-Marie Ghislains ljósmyndara og Leinu Sato af kynnum þeirra af hvölum, verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 28. september kl. 16:30.

Sýning á myndum Jean-Marie Ghislains ljósmyndara og Leinu Sato af kynnum þeirra af hvölum, opnar í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 28. september kl. 16:30. Á undan sýningunni flytur Leina, sem kafar án súrefnisbúnaðar, fyrirlestur á ensku um samskiptin við hvalina og hefst fyrirlesturinn kl. 15:00. Sýningin er opin til 7. október.

Laugardaginn 29. september kl. 14:00 verður svo sýnd myndin „Hafmóðir“ (Mère Océan) í sal Alliance Française á Tryggvagötu 8. Þar verður Leina Sato aftur stödd, segir frá og svarar spurningum. Myndin er á frönsku en textuð á ensku.

Sýningin er í boði franska sendiráðsins, Alliance Française í Reykjavík og Reykjavíkurborgar og fékk styrk frá Whales of Iceland og Special Tours Iceland. Icelandair styrkti The Elemen'Terre verkefnið en sýningarnar tengjast því.

Ókeypis er inn á alla viðburðina og allir hjartanlega velkomnir.