Frá árinu 1980 hefur Samstarfshópur friðarhreyfinga efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Vakin er athygli á því að ekki verður safnast saman á Hlemmi, heldur á Laugavegi neðan Snorrabrautar.
Er það hugsað til að auka öryggi þátttakenda og losna við truflun vegna umferðar. Safnast verður saman kl. 17:45 við Stjörnuportið á Laugavegi og gengið af stað á slaginu 18:00. Notast verður við fjölnota friðarljós í stað hinna hefðbundnu vaxkerta. Þau verða seld í upphafi göngu og kosta 500 kr.
Hamrahlíðarkórinn og Menntaskólinn við Hamrahlíð ganga fremst og syngja viðeigandi lög. Í göngulok verður stuttur fundur á Austurvelli þar sem baráttukonan Þórunn Ólafsdóttir flytur ávarp. Fundarstjóri verður Einar Ólafsson rithöfundur.
Menningar- og friðarsamtökin MFÍK og Samtök hernaðarandstæðinga standa fyrir göngunni.