Fram­gangur borg­ar­línu samþykktur

Atvinnumál Betri hverfi

""

Borg­ar­stjórn hefur samþykkti að fela um­hverf­is- og skipu­lags­sviði að hefja fjög­ur verk­efni til að tryggja fram­göngu borg­ar­línu sem hágæðakerf­is al­menn­ings­sam­gangna.

Verk­efnin sem hefjast eru í fyrsta lagi að klára breyt­ing­ar á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur fyr­ir 2010 til 2030 með samgöngu- þróunarásum fyrir hágæða almenningssamgangna - Borgarlínu. 

Í öðru lagi að hefja vinnu við ramma­skipu­lag fyr­ir borgarlínuna í sérrými með austur-vestur tengingu frá Lækjartorgi upp á Ártúnshöfða og norður-suður tengingu um Vatnsmýri.

Í þriðja lagi áætl­un og skipu­lags­vinna fyr­ir fjöl­breytta hús­næðis­upp­bygg­ingu meðfram þró­un­arás­um borg­ar­línu. Í fjórða lagi til­lög­ur að reit­um inn­an áhrifa­svæðis borg­ar­línu þar sem unnið verður sér­stak­lega með hag­kvæm­ar og nú­tíma­leg­ar lausn­ir fyr­ir ungt fólk og fyrstu íbúðakaup­end­ur. 

Verkefnastjóri verður ráðinn inn á skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar sem vinna mun með hönnun samgöngumannvirkja og samráð. Einnig verði ráðinn verkefnastjóri rammaskipulags sem vinnur sérstaklega að húsnæðismálum með tengingu inn á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Verkefnastjórar og starfshópur Umhverfis- og skipulagssviðs ásamt skrifstofu eigna og atvinnuþróunnar mun vinna að verkefninu og kynna framgang þess reglulega fyrir skipulags- og samgönguráði og borgarráði.

Hér finnur þú spurningar og svör um borgarlínuna http://www.borgarlinan.is/