Búast við fjölmenni í Gamlárshlaupi ÍR

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Búist er við fjölmenni í árvissu Gamlárshlaupi ÍR og til að gæta öryggis þátttakenda og annarra vegfarenda verða takmarkanir á umferð við Hörpu og um Sæbraut frá kl. 10.30 – 13.30.

Rútustæði ferðamanna sem eru  við Hörpu verða færð tímabundið milli kl. 8 – 14 yfir  á bílastæði við Skúlagötu til móts við Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, Skúlagötu 4.  Með þessari breytingu er verið að tryggja öryggi hlaupara og ferðamanna þar sem mikil örtröð hefur myndast við Hörpu við upphaf hlaupsins.

Gamlárshlaup ÍR 2018 er áralöng hefð og er boðið upp á tvær hlaupaleiðir frá Hörpu,  3 km og 10 km leið. Hlaupin verða ræst kl. 12.

Nánari upplýsingar: