Göngugötuhliðin á Laugavegi og Skólavörðustíg verða endurnýjuð og leita hinir nýtnu starfsmenn hjá umhverfis- og skipulagssviði eftir gömlum hjólum sem tilbúin eru að taka við í nýju hlutverki.
Leitað er að fullorðinshjólum sem geta endurnýtt tekið sig vel út sem hlið. Þeir sem vilja gefa hjólinu sínu framhaldslíf eru beðnir um að hafa samband við Hildi Gunnlaugsdóttur með tölvupósti hildur.gunnlaugsdottir@reykjavik.is.