Þann 25. febrúar síðastliðinn auglýsti Reykjavíkurborg starf sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út þann 13. mars sl. 25 sóttu um starfið og 6 umsækjendur drógu umsókn tilbaka.
Sviðsstjóri menningar – og ferðamálasviðs hefur yfirumsjón með stjórnun og framkvæmd menningar- og ferðamála í umboði menningar- og ferðamálaráðs. Hann hefur ennfremur umsjón með þróun og innleiðingu nýrra hugmynda í menningar- og ferðamálum, ber ábyrgð á gerð og framkvæmd starfs- og fjárhagsáætlunar ásamt annarri áætlanagerð fyrir sviðið. Þá hefur sviðsstjóri samstarf við fjölbreyttan hóp aðila í menningar- og ferðamálum innanlands og utan.
Umsóknarfrestur rann út þann 13. mars sl. Alls sóttu 25 um starfið og 6 umsækjendur drógu umsókn tilbaka.
Umsækjendur eru:
| Aðalheiður G Halldórsdóttir | verkefnastjóri |
| Arna Schram | forstöðumaður menningarmála hjá Kópavogsbæ |
| Auður Edda Jökulsdóttir | staðgengill sendiherra |
| Áróra Gústafsdóttir | viðskiptafræðingur MBA |
| Birna Hafstein | leikari, framleiðandi og formaður Félags íslenskra leikara |
| Elín Sigríður Eggertsdóttir | framkvæmdastjóri |
| Finnur Þ Gunnþórsson | aðstoðarforstöðumaður |
| Guðbrandur Benediktsson | safnstjóri |
| Gunnar Ingi Gunnsteinsson | framkvæmdastjóri |
| Halldóra Hinriksdóttir | forstöðumaður |
| Jón Bjarni Guðmundsson | framleiðandi |
| Jón Gunnar Þórðarson | leikstjóri og viðburðastjóri |
| Katrín Ágústa Johnson | mannfræðingur |
| Lára Aðalsteinsdóttir | verkefnastjóri, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO |
| Marín Guðrún Hrafnsdóttir | nemi í Háskóla Íslands |
| Ragnar Jónsson | MA í menningarstjórnun |
| Dr. Rannveig Björk Þorkelsdóttir | aðjúnkt við Háskóla Íslands |
| Sigurjóna Guðnadóttir | fornleifafræðingur og menningarmiðlari |
| Skúli Gautason | menningarfulltrúi |