Starf sviðsstjóra velferðarsviðs laust til umsóknar

Velferð Atvinnumál

""

Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra velferðarsviðs. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar fer með ábyrgð á velferðarþjónustu borgarinnar, þ.m.t. almennri félagsþjónustu og sértækri þjónustu við fatlað fólk, aldraða og börn.Í því felst stefnumótun í velferðarmálum, áætlanagerð, samþætting velferðarþjónustu og eftirlit í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum.

Á Velferðarsviði starfa 2.500 manns í yfir 1.500 stöðugildum á rúmlega 100 starfseiningum sem margar veita þjónustu allan sólarhringinn.

Velferðarsvið þjónustar um 20.000 einstaklinga á ári og eru áætluð útgjöld sviðsins árið 2017 um 26 milljarðar króna. Velferðarsvið starfar með velferðarráði og barnaverndarnefnd.



Helstu verkefni:

• Dagleg yfirstjórn og samhæfing þjónustu og starfskrafta Velferðarsviðs.

• Ábyrgð á stjórnun og framkvæmd velferðarþjónustu í umboði velferðarráðs.

• Undirbúningur mála fyrir velferðarráð og ábyrgð og eftirfylgni með ákvörðunum

ráðsins.

• Stefnumótun í velferðarmálum í samvinnu við velferðarráð.

• Forysta við þróun og innleiðingu nýrra hugmynda og úrræða í velferðarþjónustu,

ásamt mati á árangri og eftirliti.

• Ábyrgð á starfs- og fjárhagsáætlun ásamt annarri áætlanagerð fyrir Velferðarsvið.

• Ábyrgð á rekstri og stjórnsýslu sviðsins, þ.m.t. fjármálum og starfsmannamálum.

• Samráð við félagasamtök og aðra hagsmunaaðila um velferðarmál.

• Samstarf við opinbera aðila í velferðarmálum innanlands og utan.

• Sviðsstjóri velferðarmála tilheyrir yfirstjórn borgarinnar.



Menntunar- og hæfniskröfur:

• Háskólamenntun og meistarapróf sem nýtist í starfi.

• Leiðtogahæfileikar og farsæl stjórnunarreynsla ásamt reynslu af því

að leiða breytingar.

• Þekking og reynsla af rekstri, þjónustustarfsemi og opinberri stjórnsýslu.

• Víðtæk þekking og reynsla af velferðarmálum.

• Þekking og reynsla af stefnumótunarvinnu.

• Góð hæfni í mannlegum samskiptum.

• Framsýni, metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.

• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku, kunnátta í norrænu máli

er kostur.



Umsóknarfrestur er til og með 23. janúar



Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á vef Intellecta www.intellecta.is



Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf.