Rödd unga fólksins

Velferð

""

Er hlustað á skoðanir ungmenna? Því velta menn upp á morgunverðarfundi Náum áttum hópsins, sem verður haldinn miðvikudaginn 5. apríl frá 08.15-10.00 á Grand hóteli.

Framsöguerindi flytja;

Þórdís Helga Ríkharðsdóttir, fulltrúi í ráðgjafahópi Umboðsmanns barna, fjallar um mikilvægi þátttöku barna.

Herdís Ágústa Linnet, Ingibjörg Linnet og Katrín Guðnadóttir, fulltrúar frá ungmennaráði Barnaheilla, fjalla um tengsl normsins og valdsins.

Að lokum segir Aðalbjörn Jóhannsson, fulltrúi ungmennaráðs UMFÍ, átakasögu ungmennaráðs um neyslumenningu og gulrótarfíkn.

Fundarstjóri er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona og talsmaður barna á Alþingi, Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.  Skráningar eru á heimasíðunni www.naumattum.is. Þátttökugjald er 2.400 krónur en innifalið í því er morgunverður.