Miðgarðsmót grunnskóla í skák

Íþróttir og útivist Skóli og frístund

""

Föstudaginn 24. febrúar fór fram Miðgarðsmót grunnskóla í skák.

Mótið er haldið árlega og er öllum grunnskólum í Grafarvogi og á Kjalarnesi boðið að taka þátt. Í ár voru 10 sveitir skráðar til keppni úr 4 skólum, en mótið fór fram í Rimaskóla.

Keppnin var mjög hörð og skemmtileg og var það B-sveit Rimaskóla sem bar sigur úr bítum annað árið í röð með hálfan vinning fram yfir A-sveit Rimaskóla. Í þriðja sæti hafnaði sveit Foldaskóla.