Fjölmenningardagurinn 2017

Mannlíf Mannréttindi

""

Fjölmenningardagurinn verður haldinn hátíðlegur í Hörpu laugardaginn 27. maí nk. Fjölmenningardagurinn hefur öðlast sess í hugum borgarbúa enda setur hátíðin skemmtilegan blæ á borgarlífið. Hátt í 20.000 manns sóttu hátíðina í fyrra.

Hátíðin verður sett stundvíslega kl.13.00 á Skólavörðuholti að því loknu fer skrúðgangan af stað og endar við Hörpu. Fjöldi fólks hefur ár hvert tekið þátt í göngunni og ræður litagleðin ríkjum, þátttakendur klæðast fallegum þjóðbúningum hinna ýmsu landa, og lúðrasveit verður í broddi fylkingar.

Sýningartorg í Hörpu  14.00 – 17.00

Í Hörpu verður markaður þar sem kynnt verður handverk, hönnun, matur og menning frá hinum yfir 60 löndum. Við verðum bæði inni og úti enda sumarið komið og veðurguðirnar hafa leikið við daginn hingað til.

Skemmtidagskráin er fjölbreytt eins og dagurinn allur og þar kennir ýmissa grasa:

Between Mountains

Múltíkúltíkórinn

Tælenskur dans

SYKUR

Korpusystkin

Brasilísk bardagalist

Kínversk Wushu

Dans og tónlist frá rómönsku Ameríku

Dans Brynju Péturs

Tae Kwon Do

Tískusýning

Harmonikkuleikur

Blöðrutrúðar, sápukúlur,

krítar, instagram-klefi

Og margt, margt fleira...

Eitt er víst það ættu allir að geta fundið sér atriði við hæfi ! Dagskrá Fjölmenningardagsins 2017

Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að taka þátt í hátíðahöldunum.

Gleðilegan Fjölmenningardag!