Útsending hefst hér í glugganum að neðan þegar fundur hefst.
Fróðir foreldrar standa fyrir fræðslukvöldi um svefn og svefnvenjur fyrir foreldra barna og unglinga. Að þessu sinni hittast foreldrar á Kex hostel 1. febrúar klukkan 20.
Dagskráin er sem hér segir;
Erla Björnsdóttir, sálfræðingur heldur erindi sem ber yfirskriftina Betri svefn – grunnstoð heilsu – foreldrar eru fyrirmyndin
Hversu mikið þurfa börn og unglingar að sofa og hvaða áhrif getur ónógur svefn haft á heilsu þeirra? Hver eru áhrif foreldra á svefnvenjur barna og unglinga? Erla mun svara þessum spurningum og fleirum.
Eyjólfur Örn Jónssons, sálfræðingur, fjallar um áhrif skjánotkunar á svefn barna og unglinga
Að lokum mun Tristan Elísabet Gribbin, eigandi flow.is, leiða foreldra í gegnum gagnlegar hugleiðsluæfingar fyrir góðan svefn.
Fundarstjóri er Agnar Jón Egilsson, leikari.
Mikilvægt er að skrá sig á fræðsluna
Fróðir foreldrar er samstarfsverkefni foreldrafélaga grunnskóla í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum, frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar, ungmennaráða og þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, miðborgar og Hlíða.
Markmið verkefnisins er:
- Að rödd foreldra/forsjáraðila og ungmenna innan skólasamfélags hverfanna heyrist.
- Að virkja samtakamátt foreldra/forsjáraðila sem mikilvægan þátt í forvörnum í uppeldi barna.
- Að nýta mannauð hverfanna og tengja við nærsamfélagið.
- Að standa fyrir fræðslukvöldum byggð á óskum og hugmyndum foreldra/forsjáraðila í hverfunum.