Ertu skotin/n? - Streymi

Skóli og frístund Velferð

""

Fróðir foreldrar standa fyrir fræðslukvöldi um kynvitund barna og unglinga þar sem foreldrum verða gefin holl ráð um kyn og kynhegðun. Að þessu sinni hittast foreldrar á Kex hostel í kvöld, 8. mars klukkan 20. Færri komast að en vilja og því verður bein útsending frá fræðslunni.

Dagskráin er sem hér segir;

Andrea Marel, forstöðumaður í félagsmiðstöð, fjallar um kynhegðun íslenskra unglinga, Snapchat, Flex og Fuccbois.

Sigríður Birna, kennari og fjölskyldu- og meðferðarfræðingur, heldur erindi um kynhneigð og kynvitund barna og unglinga.

María Rut og Ingileif, stofnendur Hinseginleikans, tala um upplifun samkynhneigðs pars af uppeldi í gagnkynhneigðu samfélagi.

Að lokum mun Sigga Dögg, kynfræðingur, svara spurningum foreldra, barna og unglinga.

Fundarstjóri er Kristján Freyr Halldórsson meðlimur Prins póló og fulltrúi í hverfisráði Hlíða.

 

Mikilvægt er að skrá sig á fræðsluna

Auglýsing - veggspjald

Fróðir foreldrar er samstarfsverkefni foreldrafélaga grunnskóla í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum, frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar, ungmennaráða og þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, miðborgar og Hlíða.

Markmið verkefnisins er:

  • Að rödd foreldra/forsjáraðila og ungmenna innan skólasamfélags hverfanna heyrist.
  • Að virkja samtakamátt foreldra/forsjáraðila sem mikilvægan þátt í forvörnum í uppeldi barna.
  • Að nýta mannauð hverfanna og tengja við nærsamfélagið.
  • Að standa fyrir fræðslukvöldum byggð á óskum og hugmyndum foreldra/forsjáraðila í hverfunum.