90% aukning á sölu Gestakorta fyrstu 6 mánuði ársins

Mannlíf Mannréttindi

""

Höfuðborgarstofa gefur út Gestakort Reykjavíkur (Reykjavík City Card) en á fyrstu sex mánuðum ársins var 90% meiri sala á kortunum samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Það er mun meiri söluaukning en í straumi ferðamanna til landsins á svipuðum tíma en samkvæmt gögnum Ferðamálastofu var 47% aukning á brottförum frá landinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrstu fimm mánuði ársins borið saman við síðasta ár. Kortið er selt á tæplega 50 stöðum sem þjónusta ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu en Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ráðhúsinu er stærsti sölustaður kortsins.

Höfuðborgarstofa gefur út Gestakort Reykjavíkur (Reykjavík City Card) en á fyrstu sex mánuðum ársins var 90% meiri sala á kortunum samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Það er mun meiri söluaukning en í straumi ferðamanna til landsins á svipuðum tíma en samkvæmt gögnum Ferðamálastofu var 47% aukning á brottförum frá landinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrstu fimm mánuði ársins borið saman við síðasta ár. Kortið er selt á tæplega 50 stöðum sem þjónusta ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu en Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ráðhúsinu er stærsti sölustaður kortsins.



Handhöfum Gestakortsins er veittur aðgangur að tólf helstu söfnum í Reykjavík, Húsdýragarðinum og Viðeyjarferju. Korthafar fá einnig óheftan aðgang í sundlaugar og Strætó í borginni. Þá veitir kortið m.a. afslátt af verði aðgöngumiða á veitingahúsum, söfnum, verslunum og sundlaugum annarra sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu. Gestakortið er fáanlegt sem 24, 48 og 72 tíma kort.  



Gestakortið gildir á eftirfarandi stöðum:

• Strætó á svæði 1

• Öllum sundlaugum í Reykjavík (7)

• Þjóðminjasafni Íslands

• Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi

• Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum

• Listasafni Reykjavíkur - Ásmundarsafni

• Listasafni Íslands

• Borgarsögusafn Reykjavíkur - Árbæjarsafn

• Borgarsögusafn Reykjavíkur - Víkin sjóminjasafn

• Borgarsögusafn Reykjavíkur - Landnámssýningin

• Borgarsögusafn Reykjavíkur - Ljósmyndasafn Reykjavíkur

• Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

• Ferjan í Viðey

• Safnahúsið, Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík



Gestakortin kosta:

• 24 tíma kort: 3.700 kr. - barnagjald: 1.500 kr.

• 48 tíma kort: 4.900 kr. - barnagjald: 2.500 kr.

• 72 tíma kort: 5.900 kr. - barnagjald: 3.300 kr.