Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur dregið til baka útboð nr. 13654 "Grensásvegur-Hjólastígur. Miklabraut - Bústaðavegur".
Útboðið var samþykkt í borgarráði en átti eftir að fara til umræðu í borgarstjórn. Útboðinu er því frestað og er beðist velvirðingar á þessu. Um er að ræða breytingar á götu og endurgerð gangstétta og gerð hjólastíga á Grensásvegi, frá Miklubraut í norðri að Bústaðavegi í suðri.
Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.