Uppskeruhátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Umhverfi Mannlíf

""
Uppskeruhátíð Býflugnaræktendafélags Íslands, Grasagarðs Reykjavíkur, Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og Kvenfélagasambands Íslands 2016 verður haldin í móttökuhúsi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins sunnudaginn 4. september milli kl 14.00 og 16.00. 
 
Býbændur munu sýna sig og sjá aðra, gefa gestum kost á að fræðast um býrækt ásamt því að bragða og kaupa íslenskt hunang.  Þá verður ýmis búnaður tengdur býflugnarækt sýndur og lifandi býflugur til sýnis.
 
Kvenfélagasamband Íslands verður með sultukynningu á sama tíma.  Berjaspretta hefur verið góð þetta árið og vonandi að allir hafi fengið sitt.  Húsmæður og –feður geta leitað upplýsinga í raðir félaga í Kvenfélagasambandinu til að nýta berin.  Húsfreyjan, tímarit Kvenfélagasambands Íslands mun liggja frammi. 
 
Þá verður Grasagarður Reykjavíkur með matjurtakynningu.  Starfsmenn Grasagarðs Reykjavíkur fræða gesti um matjurtir og gefa þeima að smakka á gómsætum réttum.  Jafnframt gefst gestum kostur á að skoða matjurtargarðinn.

Leiktækin í fjölskyldugarðinum; Tilboð verður á dagpössum sunnudaginn 4. september, 1.000 krónur stykkið í stað 2.150 króna.  Þetta verður síðasta helgin sem leiktækin eru opin í ár, utan hringekju og lestar sem verða opin um helgar í vetur, þegar veður leyfir. 
 
Vetraropnun hefur tekið gildi og verður opið alla daga kl: 10 -17 í allan vetur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.



Dagskrá:  laugardaginn 3. september og sunnudaginn  4. september

10:00 Garðurinn opnaður

10:30 Hreindýrum gefið

11:00 Selum gefið

11:30 Refum og minkum gefið

13.30  Svínum hleypt út ef veður leyfir

14.00-14.30  Hestateyming

14.00-16.00 Uppskeruhátíð  (sunnudagur, ókeypis aðgangur, dagpassar á 1.000 kr.)

15:30 Hreindýrum gefið

15:45 Dýrum í smádýrahúsi gefið

16:00 Selum gefið

16:15 Hestum, kindum og geitum gefið

16:30 Svínum gefið og mjaltir í fjósi

16.30 Kaffihúsi lokað

17:00 Garðinum lokað 

Ókeypis aðgangur verður að garðinum og tilboð verður á dagpössum sunnudaginn 4. september, 1.000 krónur stykkið í stað 2.150 króna.