Bandaríski galdramaðurinn Cyril J mun halda fróðlega sýningu fyrir krakka um sjálfbærni, umhverfið og endurvinnslu með hjálp töfra. Sýningin verður í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 21. september kl. 10 og ber hún nafnið Endurvinnsla er töfrar eða „Recycling is magic".
Sýningin er ætluð yngri grunnskólanemendum. Hún fer fram á ensku, en aðalatriðin verða þýdd jafnóðum yfir á íslensku. Sýningin tekur um 30 mínútur.
Skrifstofa umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg og Landvernd standa fyrir viðburðinum og bjóða áhugasömum kennurum að koma með nemendur á sýninguna, þeim að kostnaðarlausu.
Skrifstofa umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg og Landvernd standa fyrir viðburðinum og bjóða áhugasömum kennurum að koma með nemendur á sýninguna, þeim að kostnaðarlausu.
Athugið að takmarkaður miðafjöldi er í boði eða 200 stykki. Því gildir reglan, fyrstur pantar, fyrstur fær.
Vinsamlegast hafði samband við Margréti hjá Landvernd og tilgreinið fjölda nemenda á margret@landvernd.is.