Fjölbreyttan hóp barna, m.a. börn flóttamanna, vantar jákvæða og trausta stuðningsfjölskyldu. Ef þú hefur áhuga á mannlegum samskiptum og afar gefandi verkefnum þá er hlutverk stuðningsfjölskyldu áhugavert tækifæri til að láta gott af sér leiða. Þjónustumiðstöð Breiðholts er nú þegar í samvinnu við margar fjölskyldur sem taka reglubundið börn til dvalar í 1-2 helgar í mánuði. Reynslan hefur sýnt að stuðningsfjölskyldur vinna öflugt forvarnarstarf til að tryggja og viðhalda festu og öryggi í lífi barna. Stuðningsfjölskyldur eru ætlaðar börnum með fötlun eða raskanir eða þar sem eru flóknar félagslegar aðstæður.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Að taka barn eða börn í umsjá í skamman tíma til að létta álagi af fjölskyldu barnsins. Um er að ræða 1-2 helgar í mánuði, eða eftir samkomulagi.
Hæfniskröfur:
- Góð almenn menntun.
- Hæfni í mannlegum samskiptum, samstarfshæfni og sveigjanleiki.
- Vilji og löngun til að starfa með fólki.
- Sjálfstæði og frumkvæði.
Greitt er samkvæmt reglum Reykjavíkurborgar um verktakasamninga.
Nánari upplýsingar veitir Inga María Vilhjálmsdóttir verkefnisstjóri á Þjónustumiðstöð Breiðholts, s. 411 1300, inga.Maria.Vilhjalmsdottir@reykjavik.is