Spennandi Breiðholtsþing framundan

Velferð Umhverfi

""
Breiðholtsþing verður haldið í A-salnum í Gerðubergi miðvikudaginn 6. apríl kl. 20:00. Þingið er opinn íbúafundur á vegum hverfisráðs Breiðholts, en á honum verður fjallað um framkvæmdir og umhirðu á vegum Reykjavíkurborgar í hverfinu árið 2016 og nýsköpun í sjálfbærri matarrækt í Seljagarði. Þingið er haldið í samstarfi við Umhverfis– og skipulagssvið og Þjónustumiðstöð Breiðholts. Sjá facebook-viðburð hér.
Tveir gestir þingsins koma frá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar; þeir Ámundi V. Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds, og Einar Guðmannsson, deildarstjóri austursvæðis. Þórey Mjallhvít Heiðardóttir Ómarsdóttir kynnir öfluga og nýstárlega starfsemi sjálfboðaliða í Seljagarði. Fundarstjóri er Nichole Leigh Mosty formaður hverfisráðs Breiðholts.
 
Breiðholtsþing er opið öllum áhugasömum um málefni hverfisins - en Breiðhyltingar eru sérstaklega hvattir til að fjölmenna!