Skýrsla starfshóps um almenningssalerni

Umhverfi Skipulagsmál

""
Starfshópur um almenningssalerni hefur skilað skýrslu þar sem skilgreindar eru leiðir, aðgerðir og verkefni/tillögur til úrbóta, með áherslu á aðgengi fyrir alla.
Almenningssalerni eiga að vera aðgengileg og örugg fyrir alla notendahópa, hrein og vel við haldið. Umhverfi þeirra á að vera aðlaðandi og almenningssalerni skulu vera aðgengileg þar sem mest er af fólki svo sem í miðbæ borgarinnar og á helstu útivistarstöðum í og við borgina.
 
Sjö salernisturnar eru starfræktir samkvæmt samningi við AFA sem rennur út 2018. Rekstrarkostnaður við hvern er 5,3 milljónir eða samtals 37,1 á ári. Ekkert gjald er tekið fyrir notkun. 
 
Auk þessa eru mörg salerni á vegum borgarinnar á stofnunum fyrir gesti viðkomandi starfsemi. Þau eru ekki auglýst sem almenningssalerni en eru oft aðgengileg án þess að þjónustu viðkomandi starfsemi sé nýtt að öðru leyti, dæmi um það eru salerni í Ráðhúsinu, á lista- og bókasöfnum, sundlögum ofl.
 
Umhverfis- og skipulagsráði er falið að skoða skipulagslega þætti tillaganna, fjármögnun og forgangsröðun, sérstaklega með tilliti til tekjustofna vegna aukins álags vegna ferðamanna.

 
Tenglar