Ríkinu skylt að loka NA/SV flugbrautinni

Samgöngur Skipulagsmál

""
Innanríkisráðherra er skylt að loka NA/SV flugbraut á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag.
Reykjavíkurborg stefndi innanríkisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu 1. febrúar 2016. Til réttargæslu var Isavia ohf stefnt.
 
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þann dóm í dag að innanríkisráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, er skylt að loka NA/SV-flugbraut (flugbraut 06/24) á Reykjavíkurflugvelli og endurskoða skipulagsreglur fyrir völlinn til samræmis við lokun flugbrautarinnar innan 16 vikna frá dómsuppkvaðningu að viðlagðri greiðslu dagsekta til Reykjavíkurborgar.