Laugardaginn 8. október munu utanríkisráðuneytið og Höfði Friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands standa fyrir opnu málþingi í Hátíðasal Háskóla Íslands í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá leiðtogafundi Reagan og Gorbatsjov í Höfða.
Þann 8. október munu utanríkisráðuneytið og Höfði Friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands standa fyrir opnu málþingi í Hátíðasal Háskóla Íslands í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá leiðtogafundi Reagan og Gorbatsjov í Höfða. Málþinginu er ætlað að stofna til almennrar umræðu um leiðtogafundinn og áhrifa hans hér heima fyrir og á alþjóðavísu. Fjallað verður um fundinn í sögulegu samhengi en sjónum einnig beint að þeim áskorunum sem blasa við í heiminum í dag.
Aðalræðumaður verður frú Vigdís Finnbogadóttir en auk hennar flytja Albert Jónsson, sendiherra og Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands erindi. Erindi Alberts veltir því upp hvort líta megi á Höfðafundinn sem upphafið að endalokum kalda stríðsins ásamt því að skoða hvaða áhrif fundurinn hafði á alþjóðavísu og heima fyrir. Erindi Silju Báru mun beina sjónum að þeim áskorunum sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir í öryggismálum í dag og þeim nýju ógnum sem steðja að.
Auk framsögumanna munu Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og DavíðOddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, flytja ávörp. Ráðstefnustjóri verður Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Lokaávarp ráðstefnunnar verður flutt af Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
Höfði Friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands tekur formlega til starfa föstudaginn 7. október. Setrinu er ætlað að vera vettvangur fyrir þverfaglegt og alþjóðlegt samstarf meðáherslu áhlutverk borga, smáríkja og almennra borgara íaðstuðla aðfriði, friðarmenningu, afvopnun og friðarfræðslu.