Nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar að Framnesvegi 40, 42 og 44 hefur verið auglýst. Í skipulaginu er gert ráð fyrir niðurrifi húsanna sem fyrir eru á lóðunum og að byggð verði ný hús í staðinn með níu íbúðum.
Nýbyggingarnar eiga að vera í samræmi við byggð á Framnesvegi og er tekið fram að mænishæð skuli ekki vera hærri en mænir á Framnesvegi 36 en það hús stendur á horni Holtsgötu og Framnesvegs.
Húsin tvö sem verða byggð á lóðunum skulu hvort um sig hafa sjálfstætt útlit, t.d. hvað varðar gluggasetningu og litaval. Ásýnd og efnisval skal vera máluð steinsteypa í samræmi við aðliggjandi byggð. Heimilt er að gera þakkvista en samanlög breidd þeirra á hvorri hlið má ekki vera meiri en tveir þriðju hluti þakbreiddar. Heimilt verður að hafa tvö bílastæði á lóð. Þá er heimilit að breyta núverandi bílskúr á baklóð framnesvegar 40 í vinnustofu.
Tekið er fram í skilmálum að ekki verði veitt leyfi fyrir gistihúsastarfsemi eða skammtímaleigu í nýju húsunum.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna til 11. nóvember nk.
Hægt er að kynna sér skipulagið hér.