Ný útgáfa af Borgarvefsjá í loftið

Umhverfi Skipulagsmál

""
Uppfærsla hefur verið gerð á borgarvefsjá og er hún nú hraðvirkari en áður.
Ný útgáfa af Borgarvefsjánni hefur verið opnuð á vef Reykjavíkurborgar. Útlitsbreytingin er ekki stórvægileg en þó er búið að uppfæra flesta þætti og breyta valglugga. Ein af breytingunum er sú að nú er hægt að opna Borgarvefsjánna í Chrome vafra á snjalltækjum s.s. símum og spjaldtölvum. Sjáin er einnig hraðvirkari en áður.
 
Tímavél er ein af nýjungunum sem finna má í þessari uppfærslu en í henni er hægt að sjá breytingar í borginni milli ára, bæði hvernig grunnkortið breytist sem og loftmyndir. Hægt er að bera saman, svo dæmi sé tekið, kort af Reykjavík árið 2004 og 2014.
 
Borgarvefsjá er gjaldfrjáls vefþjónusta þar sem nálgast má kort af Reykjavík, landupplýsingar og annan fróðleik. Hægt er skoða ýmsar skiptingar borgarinnar, kort af götum og stígum, mannvirki, lagnir, loftmyndir, menningarminjar og fleira. Hún nýtist bæði starfsfólki borgarinnar og borgarbúum.
 
Best er að notendur kanni málin sjálfir og sjái breytingar á: http://borgarvefsja.reykjavik.is/borgarvefsja.
 
Upplýsingar í Borgarvefsjánni byggja á gögnum úr Landupplýsingakerfi Reykjavíkur (LUKR) sem er samstarfsverkefni umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Mílu ehf um stafrænan gagnagrunn.
 
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá starfsfólki landupplýsingadeildar með því að senda tölvupóst á bvs@rvk.is eða hringja í síma 411 1111.