Of mikið á netinu?

Skóli og frístund Velferð

""

Morgunverðafundur Náum áttum hópsins, sem verður haldinn miðvikudaginn 16. nóvember frá 08.15-10.00 á Grand hóteli, fjallar að þessu sinni um netnotkun barna og unglinga í snjalltækjum og hvernig best sé að bregðast við þeim vanda.

Óli Örn Atlason, uppeldis og menntunarfræðingur flytur erindi undir heitinu Get ég treyst á Sjomlatips eða Beutytips? Lífið á netinu; ungt fólk í dag er umfjöllunarefni Herdísar Ágústu Kristjánsdóttur Linnet frá Unmennaráði Barnaheilla. Berþóra Þórhallsdóttir kennari talar um viðmið og skjánotkun. Að lokum er erindi Hrefnu Sigurjónsdóttur, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla, Snjalltæki, hvað svo? 

Fundarstjóri er Sólveig Karlsdóttir, verkefnastjóri Heimilis og skóla og SAFT. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að fólk skrái þátttöku sína á heimasíðunni www.naumattum.is. Þátttökugjald er 2.400 krónur en innifalið í því er morgunverður.

Auglýsing