Matjurtagarðar Reykjavíkur tilbúnir

Umhverfi

""
Góð aðsókn er í matjurtagarða í Reykjavík og er meiri aðsókn núna en sumarið 2015
Matjurtagarðar fyrir sumarið 2016 eru tilbúnir til notkunar en þeir voru opnaðir 10. maí. Meiri aðsókn er í garðana nú en í fyrra. Öll beð í Þorragötu í Vesturbænum eru frátekin, fleiri  umsóknir eru í Árbænum en áður en aðsóknin er minnst í Grafarvogi.
 
Íbúar í Reykjavík geta pantað matjurtagarð til afnota eins og undanfarin ár.  Átta hundruð  matjurtagarðar eru leigðir út á vegum borgarinnar, þar af eru tvöhundruð í Skammadal.  Reykjavíkurborg hefur einnig gert samning við Garðyrkjufélag Íslands um rekstur matjurtagarða.
 
Matjurtagarðar innan Reykjavíkurborgar eru á eftirtöldum stöðum og með því að smella á tengil í Borgarvefsjá er hægt að sjá hvaða garðar eru ennþá lausir: Vesturbær við Þorragötu. Fossvogur við enda Bjarmalands. Laugardalur við enda Holtavegar. Árbær við Rafstöðvarveg. Breiðholt við Jaðarsel. Grafarvogur við Logafold. Reykjavíkurborg útdeilir einnig görðum í Skammadal í Mosfellsbæ.
 
Tenglar