Við bjóðum allar konur velkomnar út í Viðey til þess að taka þátt í Kvennahlaupi ÍSÍ þann 4. júní klukkan 10:30 — 13:00. Hlaupið er nú haldið í sjöunda sinn og er alltaf jafn vinsælt að hlaupa úti í eyju.
Það er hreint út sagt dásamlegt að hlaupa í Viðey. Hlaupaleiðin er mjúk undir fót og þægileg. Náttúran og fuglalífið skartar sínu fegursta í júní og margs að njóta á hlaupaleiðinni.
Kvennahlaup ÍSÍ er orðinn fastur liður í lífi margra kvenna sem bíða spenntar eftir þessum skemmtilega degi. Kvennahlaupið er holl hreyfing og um leið kjörið tækifæri til að upplifa samkennd og ánægjulega samveru kynslóðanna. Hlaupið verður ræst frá Viðeyjarstofu kl. 10:30 og það verður um tvær hlaupaleiðir að velja, 3 km og 7 km.
Siglt verður stundvíslega frá Skarfabakka kl. 10:15. Mælum með að konur kaupi miða í ferjuna hjá Eldingu daginn áður til að forðast biðraðir.
Sjá nánar um hlaupið á sjova.is
Viðeyjarstofa verður opin og þar er hægt að kaupa dýrindis veitingar við allra hæfi.