Á þriðjudaginn kemur verður haldinn í annað sinn sameiginlegur fundur borgarstjórnar og fjölmenningarráðs. Þetta er opinn fundur undir yfirskriftinni Kastljós fjölmiðla á flóttafólki, hælisleitendum og fólki í leit að alþjóðlegri vernd.
Fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar og borgarstjórnar verður haldinn næstkomandi þriðjudag þann 22. nóvember 2016. Fundurinn fer fram í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og hefst kl. 14.00 og lýkur klukkan 17.00.
Yfirskrift fundarins er Kastljós fjölmiðla á flóttafólki, hælisleitendum og fólki í leit að alþjóðlegri vernd
Dagskrá
14:00 Ávarp borgarstjóra
Dagur B. Eggertsson
14:05 Við og hinir á síðum dagblaðanna
Helga Ólafs doktorsnemi og ritstjóri
14:15 Íslenskt nafn opnar margar leiðir
Malgorzata Katarzyna Molenda
14:25 Umfjöllun fjölmiðla um innflytjendur og fólk í leit að alþjóðlegri vernd
Fréttablaðið - Snærós Sindradóttir
Ruv - Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Grapevine - Paul Fontaine
Stundin - Jón Trausti / Ingibjörg Dögg
Rauði Kross Íslands - Anna Lára Steindal og Zoë Robert
Mbl - Guðrún Hálfdánardóttir
15:25 Umræður borgarfulltrúa og spurningar úr sal.
17:00 Fundarlok og samantekt
Tomasz Chrapek formaður fjölmenningaráðs Reykjavíkurborgar
Fundurinn er öllum opinn.