Borgarstjóri býður til fundar með íbúum Grafarvogs þriðjudaginn 19. apríl, kl. 20.00 í Rimaskóla. Heitt á könnunni frá kl. 19.45 og sjá starfsmenn Rimaskóla um kaffiveitingar.
Farið verður yfir þjónustu í hverfinu, kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir og vinna við hverfisskipulag, auk þess sem horft verður á Grafarvog með augum yngri kynslóðarinnar.
Dagskrá:
- Kynning borgarstjóra: Þjónusta og áherslur í hverfinu, fyrirhugaðar framkvæmdir og áherslur í skipulagi.
- Karitas Bjarkadóttir: Grafarvogur með augum yngri kynslóðarinnar.
- Ævar Harðarson verkefnisstjóri hverfisskipulags á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur: Hvað er hverfisskipulag?
- Opnar umræður.
Sesselja Eiríksdóttir, formaður Korpúlfa, verður fundarstjóri.
Láttu vita af komu þinni á Facebook og bjóddu vinum þínum að koma Grafarvogur – íbúafundur með borgarstjóra