Þriðjudaginn 17. maí sl. gafst íbúum Hlíðahverfis tækifæri á að koma með hugmyndir sínar um það hvernig hverfið myndi geta litið út á komandi árum. Þetta er hluti af hverfaskipulagi borgarinnar sem er verið að vinna þessa dagana í hverfum borgarinnar. Því er ætlað að auðvelda skipulag, áætlanagerð og hvetja fólk til að hafa aukin áhrif á sitt hverfi. Reykjavík skiptist í tíu borgarhluta. Innan hvers þeirra eru 3–4 hverfi, sem hvert fær sitt eigið hverfisskipulag, enda um margt ólík og með mismunandi áherslur. Skipulagið veitir upplýsingar um hverfin, uppbyggingu þeirra og framtíðarsýn
Fólk virtist almennt ánægt með þetta framtak og er þetta þáttur í íbúalýðræði að gefa íbúm tækifæri á að móta sitt hverfi.