Tvíeykið RuGl með samnefnt tónlistar- og dansatriði sigraði í úrslitakeppni Skrekks sem fram fór í Borgarleikhúsinu í gærkvöld. Átta skólar kepptu til úrslita í æsispennandi keppni sem sjónvarpað var á RÚV.
Lið Hagaskóla sigraði með tvíeykið RuGl í fararbroddi en það er skipað þeim Guðrúnu Fríðu Helgadóttur Folkmann og Ragnheiði M. Benediktsdóttur.
Í öðru sæti varð Ölduselsskóli með atriðið Æ elskan. Árbæjarskóli hreppti þriðja sætið með atriðið Tveir heimar.
Á úrslitakvöldinu lék skólahljómsveit Austurbæjar og rapparinn Sturla Atlas flutti Skrekkslagið Mean 2 U og líka lagið San Fransisco. Mikil stemming ríkti að venju í salnum og náði spennan hámarki þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Hagaskólastúlkunum sigurverðlaunin. Til hamingju Hagaskóli með þetta flotta RuGl.