Gróskumikið starf á velferðarsviði

Velferð

""
Hvatningarverðlaun velferðarráðs verða veitt við hátíðlega athöfn í Ásmundarsafni 4. maí næstkomandi.  Markmið verðlaunanna er að örva og vekja athygli á gróskumiklu starfi sviðsins. 
 Starfsmenn borgarinnar, notendur velferðarþjónustu og samstarfsaðilar gátu tilnefnt einstakling, starfsstað, hóp og/eða verkefni til verðlaunanna.  Alúð, þróun og nýbreytni  eru hvatningarorð sviðsins og til þeirra er horft við tilnefningu. 
 
Það voru margir tilnefndir að þessu sinni en nöfn þeirra, starfsstað eða verkefni má sjá hér að neðan.  Það kemur svo í ljós í næstu viku hver hlýtur hvatningarverðlaun velferðarráðs árið 2015 og hvers vegna.  Tilnefning til verðlaunanna ein og sér er viðurkenning á vel unnu starfi.


Í flokki einstaklinga:

Auður Sigurðardóttir, félagsráðgjafi Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis

Ágústa Halldóra Gísladóttir, verkefnastjóri félagsstarfs Árskóga

Ásta Haraldsdóttir, félagsmiðstöðinni  Sléttuvegi

Birna Róbertsdóttir, verkefnastjóri félagsstarfs Borgum

Droplaug Guðnadóttir, forstöðumaður þjónustuíbúða  á Dalbraut

Guðmundur Sigmarsson, verkefnastjóri gæða og rannsókna

Hafdís Sverrisdóttir, hópstjóri  á dagþjónustu við Gylfaflöt

Hákon Sigursteinsson, deildarstjóri sérfræðiþjónustu skóla, Þjónustumiðstöð Breiðholts

Hrönn Egilsdóttir, Miðgarður, stuðningsþjónusta / stuðningur heim

Kristján Sigurmundsson,  forstöðumaður búsetukjarna að Bergþórugötu

Margrét Lísa Steingrímsdóttir, forstöðumaður Álfalands
 
Í flokki starfsstaða eða hópa:

Búsetukjarni geðfatlaðra Lindargötu 64

Félagsstarfið í Seljahlíð, heimili fyrir aldraða

Gylfaflöt dagþjónusta

Heimaþjónusta og heimahjúkrun Hraunbæ 119

Skammtímavistunin Álfalandi

Smiðjan Gylfaflöt dagþjónusta 

Þjónustufulltrúar á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða
 
Í flokki verkefna:

Austurstrætisverkefnið, samstarf milli velferðarsviðs, barnaverndar, skóla- og frístundasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs að verkefni með og fyrir unglinga sem sýnt hafa áhættuhegðun.

Áttavilltir – skákfélag, innleiða taflmennsku meðal geðfatlaðra

Breiðholtsbylgjan – Starfsdagur allra þeirra sem starfa með með börnum og ungmennum í Breiðholti.

Heilsuorkan – Heilsueflandi verkefni hjá starfsmönnum Miðborgar og Hlíða

Vesturgarður – Fyrir jákvætt viðhorf á vinnustað en starfsfólk mætir vinnunni með hugarfari og hugmyndafræði sem kallast „Fiskurinn“

Virknisnámskeið - styrking fyrir ungmenni í brottfallshættu