Frostrós gerð úr skrautkáli prýðir nú túnið í Mörkinni við Miklubraut.
Starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur nú skapað frostrós með því að planta skrautkáli á þeim stað sem skjaldarmerki Reykjavíkurborgar er gjarnan í blómahafi. Markmiðið er að gleðja vegfarendur á þessu svæði. Ef veður leyfir getur þessi frostrós staðið til næstu áramóta.